Enski boltinn

AC Milan í viðræðum við Tevez

Það er loksins komin einhver hreyfing á mál Carlosar Tevez en samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar er AC Milan í viðræðum við Man. City vegna leikmannsins.

Milan lýsti yfir áhuga sínum á Tevez um daginn en um leið sögðu forsvarsmenn félagsins að þeir vildu ganga úr skugga um að leikmaðurinn væri í andlegu jafnvægi áður en þeir gerðu eitthvað í málinu.

Milan er í framherjavandræðum eftir að Antonio Cassano veiktist og því þarf félagið að styrkja sig í janúar.

Umboðsmaður Tevez, Kia Joorabchian, er í Mílanó að ræða við forsvarsmenn félagsins. Þeir eru sagðir til í að greiða 25 milljónir punda en City vill fá 40. Þá gæti komið til greina að Milan fái Tevez að láni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×