Enski boltinn

Stoke komst upp í tíunda sæti

Delap fagnar marki sínu í dag.
Delap fagnar marki sínu í dag.
Blackburn Rovers var engin fyrirstaða fyrir Stoke City er liðin mættust á Britannia-vellinum í dag. Stoke vann öruggan sigur, 3-1.

Rory Delap skoraði eina mark fyrri hálfleiks en hann skorar nú ekki á hverjum degi. Glenn Whelan skoraði síðan snemma í síðari hálfleik. Hafði reyndar heppnina með sér því boltinn fór af varnarmanni og í netið. Fyrsta mark Whelan í 18 mánuði.

Það var síðan Peter Crouch sem innsiglaði sigurinn tæpum 20 mínútum fyrir leikslok. Ruben Rochina klóraði í bakkann undir lokin en það breytti engu.

Stoke klifaði upp í tíunda sæti deildarinnar með sigrinum en Blackburn er í erfiðum málum í næstneðsta sæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×