Enski boltinn

Arsenal náði aðeins jafntefli gegn Fulham

Thomas Vermaelen, leikmaður Arsenal, var stjarna leiks Arsenal og Fulham en hann afrekaði að skora fyrir bæði liðin í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. Vermaelen sá því alfarið um markaskorunina.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og það var ekki fyrr en Vermaelen kom Fulham yfir með sjálfsmarki sem það komst alvöru líf í leikinn.

Átta mínútum fyrir leikslok tókst Vermaelen síðan að bæta fyrir sjálfsmarkið er hann jafnaði leikinn.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×