Enski boltinn

Man. Utd varð af mikilvægum stigum - öll úrslit dagsins

Rangur vítaspyrnudómur kostaði Man. Utd tvö mikilvæg stig gegn Newcastle í dag. Þrátt fyrir dóminn ranga þá fékk United færin til þess að klára leikinn en leikmönnum liðsins voru mislagðir fætur fyrir framan markð.

Leikur liðanna var ekki mikið fyrir augað framan af. Chicharito kom United yfir er boltinn fór óvart í hann og inn. Ekki fallegasta markið sem Hernandez hefur skorað.

Newcastle fékk síðan vítaspyrnu á silfurfati er dæmt var á Rio Ferdinand. Rio fór í boltann áður en hann kom við andstæðinginn og dómurinn kolrangur. Demba Ba var ekki að velta sér upp úr því og skoraði örugglega.

United pressaði af þvílíku offorsi á síðustu tíu mínútum að það hálfa væri nóg. United hreinlega óð í færum, skaut í stöng sem og markvörðinn. Það var með hreinum ólíkindum að liðinu skildi ekki takast að skora.

Þegar 20 sekúndur voru eftir af uppbótartíma tókst Hernandez að koma boltanum í netið en hann var dæmdur rangstæður.

Chelsea vann afar kærkominn sigur á Wolves eftir magurt gengi upp á síðkastið. Sigur Chelsea aldrei í neinni hættu.

Heiðar Helguson spilaði allan leikinn fyrir QPR sem tapaði óvænt fyrir Norwich. Grétar Rafn Steinsson spilaði síðustu 20 mínúturnar fyrir Bolton sem tapaði gegn Everton.

Úrslit:

Bolton-Everton 0-2

0-1 Marouane Fellaini (49.), 0-2 Apostolos Vellios (77.)

Rautt spjald: David Wheater, Bolton (18.)

Chelsea-Wolves 3-0

1-0 John Terry (7.), 2-0 Daniel Sturridge (28.), 3-0 Juan Mata (44.)

Man. Utd-Newcastle 1-1

1-0 Javier Hernandez (49.), 1-1 Demba Ba, víti (64.)

Rautt spjald: Jonas Gutierrez, Newcastle (79.)

Norwich-QPR 2-1

1-0 Russell Martin (13.), 1-1 Luke Young (58.), 2-1 Grant Holt (72.)

Sunderland-Wigan 1-2

1-0 Sebastian Larsson (7.), 1-1 Jordi Gomez, víti (44.), 1-2 Franco di Santo (90.+3).

WBA-Tottenham 1-3

1-0 Youssuf Mulumbu (10.), 1-1 Emmanuel Adebayor (24.), 1-2 Jermain Defoe (81.), 1-3 Emmanuel Adebayor (90.+3).

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×