Enski boltinn

Capello: Ég var nú bara að horfa á ballettinn í Moskvu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga ýtti undir sögusagnir um framtíðarplön sín þegar sást til hans í Rússlandi í vikunni.  Capello segir þó heimsóknina til Rússlands hafa ekkert með fótbolta að gera.

„Ég var nú bara að horfa á ballettinn í Moskvu og þessi heimsókn mín tengdist ekkert fótbolta," sagði Fabio Capello við rússneska fréttamiðla sem sátu fyrir honum í hótelandyrinu en samningur hans við enska knattspyrnusambandið rennur út eftir EM næsta sumar.

„Mér var boðið hingað og gat ekki hafnað því góða boði," sagði Ítalski þjálfarinn sem var í Moskvu ásamt komnu sinni Lauru.

Rússneskir fréttamiðlar voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og töldu að heimsókn Capello tengdist viðræðum hans um að taka við Anzhi-liðinu. Anzhi ætlar að eyða stórum upphæðum til að komast í hóp bestu liða Evrópu en félagið er í eigu milljarðamæringsins Suleiman Kerimov.

Brasilíumaðurinn Roberto Carlos tók tímabundið við þjálfun Anzhi en Roberto Carlos hefur látið hafa það eftir sér að rússneska liðið ætli sér að reyna við heimsþekkta þjálfara eins og Capello og Guus Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×