Enski boltinn

Liverpool-menn hafa verið öflugir í stóru leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool-menn fagna sigurmarkinu á móti Chelsea um síðustu helgi.
Liverpool-menn fagna sigurmarkinu á móti Chelsea um síðustu helgi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er leikur Liverpool og toppliðs Manchester City á Anfield klukkan 16.00 á morgun. Manchester City hefur unnið sjö deildarleiki í röð og setur félagsmet með sigri en þeir þurfa að sækja sigur á völl þar sem þeir hafa ekki fagnað mörgum sigrum undanfarið.

Manchester City liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum á Anfield og vann þar síðast í maí 2003. Það er eini sigur liðsins á heimavelli Liverpool undanfarna þrjá áratugi.

Liverpool hefur ennfremur aðeins tapað einu sinni á Anfield í 17 leikjum síðan að Kenny Dalglish tók við í janúar þótt að jafntefli í undanförnum þremur leikjum setji sitt mark á stöðu liðsins í deildinni.

Stuðningsmönnum Liverpool líst oft betur á leikina á móti bestu liðunum enda má oft treysta á betri frammistöðu í þeim leikjum en gegn minni spámönnum deildarinnar.

Liverpool hefur nefnilega náð í 20 af 24 mögulegum stigum í síðustu 8 leikjum sínum á móti Manchester-liðunum, Chelsea og Arsenal. Þeir töpuðu síðast á móti eitt af stóru liðunum í september 2010 þegar United vann 3-2 sigur í leik liðanna á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×