Enski boltinn

Redknapp íhugaði aldrei að hætta

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir það aldrei hafa hvarflað að sér að hætta þó svo hann hafi þurft að taka sér frí vegna hjartavandamála. Redknapp þurfti að gangast undir hjartaaðgerð fyrir mánuði síðan.

Redknapp missti þó aðeins af tveim leikjum vegna aðgerðarinnar og kom flestum á óvart með því að mæta aftur snemma á bekkinn.

"Það gerði mig brjálaðan að hanga heima og mér datt aldrei í hug að hætta. Ég gerði ekki annað en að elta konuna mína um eldhúsið," sagði Redknapp léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×