Enski boltinn

Rooney: Hættulegt að afskrifa okkur

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, hefur varað fólk við því að afskrifa Man. Utd í baráttunni um enska meistaratitilinn. Rooney segir að reynslan muni fleyta United langt í vetur.

Man. City hefur verið í ótrúlegu formi í vetur, ekki enn tapað leik og unnið 11 af 12 leikjum sínum í deildinni.

"Það er alltaf hættulegt að afskrifa Man. Utd. Það hefur gerst nokkrum sinnum og oftar en ekki hafa menn þurft að éta orð sín. Það var meðal annars gert í fyrra en hvað gerðist," sagði Rooney.

"Við erum með nógu góðan mannskap til þess að vinna deildina og ef við erum enn í baráttunni um áramótin þá munum við gera tilkall til titilsins. Við vitum hvað þarf til. Við þekkjum þessa stöðu betur en önnur lið. Við höfum því ekki áhyggjur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×