Enski boltinn

Sárt tap hjá Ívari gegn Reading - Aron og félagar á sigurbraut

Ívar í leik með Ipswich.
Ívar í leik með Ipswich.
Ívar Ingimarsson var í liði Ipswich í dag sem tapaði á heimavelli gegn hans gamla liði, Reading. Lokatölur 2-3 þar sem síðustu tvö mörk Reading komu í uppbótartíma. Ótrúlegur leikur.

Aron Einar Gunnarsson var í liði Cardiff sem vann góðan sigur á Nott. Forest, 1-0. Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portsmouth sem gerði 1-1 jafntefli gegn Leicester.

Cardiff er í þriðja sæti ensku B-deildarinnar en Ipswich er í fallsæti eða því átjánda. Portsmouth einnig í fallbaráttu í sautjánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×