Enski boltinn

Pardew: Við vorum frábærir

"Það voru alvöru hetjur á vellinum í dag. Þetta var algerlega frábær frammistaða," sagði Alan Pardew, stjóri Newcastle, eftir að liðið hafði náð lygilegu jafntefli gegn Man. Utd á Old Trafford í dag.

"Við sýndum að við getum keppt gegn einu besta liði Evrópu. Það var vissulega ákveðin heppni því að við skildum fá vítið. Engu að síður er seigla í þessu liði og við gerðum United erfitt fyrir.

"Mér fannst við standa okkur mjög vel og reyndar alveg frábærir. Við sýndum og sönnuðum að við erum gott lið. Næst mætum við Chelsea og fáum tækifæri til þess að sýna að við getum lagt af velli eitt besta lið landsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×