Enski boltinn

Lampard: Það er frábært að vinna besta lið í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Frank Lampard, fyrirliði enska landsliðsins, var að sjálfsögðu ánægður eftir 1-0 sigur á Heims- og Evrópumeisturum Spánar í vináttulandsleik á Wembley í kvöld en það var einmitt Lampard sem skoraði sigurmarkið í leiknum með skalla af stuttu færi á 49. mínútu.

„Við erum mjög ánægðir. Það er frábært að vinna besta lið í heimi en við ætlum ekki að missa okkur yfir því. Við verðum að vera raunsæir og viðurkenna það að þeir áttu þennan leik," sagði Frank Lampard.

„Varnarlínan okkar, með Scott Parker fyrir framan, var frábær. Við munum ekki missa okkur í fagnaðarlátum því það er leikur á móti Svíum á þriðjudaginn og hann gæti farið allt öðruvísi ef við náum ekki upp einbeitingu," sagði Lampard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×