Íslenski boltinn

Dómaranefnd KSÍ hafnaði Jóhannesi Valgeirssyni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Valgeirsson.
Jóhannes Valgeirsson. Mynd/Anton
Jóhannes Valgeirsson gaf það út á twitter-síðu sinni í kvöld að dómaranefnd KSÍ hafi neitað honum um að fá að dæma á nýjan leik.

Jóhannes dæmdi ekkert í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa dæmt 137 leiki í efstu deild frá 1998 til 2010.

Jóhannes birti tvær færslur um málið inn á twittersíðu sinni í kvöld:

„Búinn að rembast við að leita sátta við KSÍ í 9 mánuði. Fékk beiðni hafnað í gær og engar útskýringar á málinu ..."

og

„.. veit ekki enn hvers vegna Pjetur, Ari og Gylfi berjast gegn mér af þvílíkri heift?"

og undir stendur síðan:

„dómarnefnd KSÍ langrækin með völd til að nota sér."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×