Enski boltinn

Ferguson hefur mikinn áhuga á Eriksen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Eriksen í leik með Ajax
Christian Eriksen í leik með Ajax Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur haft augastað á miðjumanninum Christian Eriksen hjá Ajax í talsverðan tíma og nú er talið líklegt að sá skoski ætli sér að klófesta þennan frábæra leikmann.

Christian Eriksen hefur farið mikinn hjá liði sínu að undanförnu og fengið verðskuldað lof. Eriksen hefur einnig leikið stórkostlega með danska landsliðinu sem tryggði sér á dögunum á lokamót Evrópukeppninnar í knattspyrnu.

Eriksen er aðeins 19 ára og þykir eitt mesta efni í Evrópu, en hann gekk til liðs við Ajax árið 2008 og hefur leikið um 60 leiki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×