Enski boltinn

Mourinho ætlar að krækja í Nigel de Jong í janúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nigel de Jong í leik með City.
Nigel de Jong í leik með City.
Jose Mourinho, knattspyrnustjór Real Madrid, ætlar sér að klófesta Nigel de Jong frá Manchester City og getur við að boð komi frá Spánverjunum strax í janúar.

De Jong hefur ekki verið í náðinni hjá Mancini, knattspyrnustjóra City, að undanförnu og hyggst fara frá félaginu.

Enska félagið Arsenal hefur einnig áhuga á leikmanninum og gæti verið kapphlaup í vændum milli félaganna.

Real Madrid ætlar líklega að bjóða 20 milljónir í de Jong og líklega verður því tilboði tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×