Enski boltinn

Mignolet þarf algjöra hvíld frá fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mignolet gengur hér blóugur af velli í síðasta mánuði.
Mignolet gengur hér blóugur af velli í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images
Markvörðurinn Simon Mignolet meiddist svo illa í andliti á dögunum að hann þarf að taka algjöra hvíld frá knattspyrnu næstu vikurnar.

Mignolet nefbrotnaði mjög illa eftir samstuð við Emile Heskey í leik sinna manna í Sunderland gegn Aston Villa í lok síðasta mánaðar.

„Ég get ekki gert neitt. Ég get ekki haldið mér í formi og er það mjög pirrandi,“ sagði belgíski markvörðurinn í samtali við fjölmiðla í Englandi.

„Ég get ekki einu sinni hjólað. Ég fæ bara hausverk og blóðnasir. Ég kenni ekki Heskey um hvernig fór en það er alveg ljóst að það þarf að passa betur upp á markverði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×