Enski boltinn

Suarez meiddur og spilar ekki í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez í leiknum um helgina.
Luis Suarez í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez mun ekki spila með landsliði Úrúgvæ í vináttulandsleik gegn Ítalíu í Róm í kvöld þar sem hann meiddist í 4-0 sigri Úrúgvæ á Síle á laugardaginn.

Suarez skoraði öll fjögur mörk sinna manna um helgina en þjálfari liðsins, Oscar Tabarez, segir að hann hafi orðið fyrir smávægilegum meiðslum í leiknum.

„Hann er ekki alveg upp á sitt besta,“ sagði Tabarez. „Hann er allur að koma til en hvíld kæmi bæði honum og félagsliði hans (Liverpool) til góðs. Það er ekki til neins að taka áhættu á að hann meiðist enn frekar.“

Tabarez starfaði á Ítalíu á sínum tíma en hann var um tíma knattspyrnustjóri AC Milan áður en hann var rekinn frá félaginu af forsetanum Silvio Berlusconi árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×