Íslenski boltinn

Valur og Víkingur Ó skiptast á leikmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar í leik með Víkingi Ólafsvík.
Brynjar í leik með Víkingi Ólafsvík. Mynd/Daníel
Knattspyrnulið Vals og Víkings frá Ólafsvík hafa samþykkt leikmannaskipti. Guðmundur Steinn Hafsteinsson er genginn til liðs við Víkinga en Valsmenn fá í staðinn Brynjar Kristmundsson.

Þetta kemur fram á heimasíðu Víkings en þar er einnig staðfest að Guðmundur Steinn hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Guðmundur Steinn var lánaður til Víkings fyrir tímabilið í fyrra og skoraði hann alls sjö mörk í 21 deildarleik með félaginu.

Brynjar lék alls fjórtán leiki með Víkingum í sumar áður en hann var lánaður til Vals nú í sumar. Lék hann alls sjö leiki með Val í Pepsi-deildinni en samtals á hann á 81 leik að baki í deild og bikar, þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×