Enski boltinn

Huddersfield bætti metið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jordan Rhodes skoraði bæði mörk Huddersfield í dag.
Jordan Rhodes skoraði bæði mörk Huddersfield í dag.
Huddersfield, lið Jóhannesar Karls Guðjónssonar, bætti í dag 33 ára gamalt met Nottingham Forest er liðið vann 2-1 sigur á Notts County á heimavelli. Var þetta 43. deildarleikur liðsins í röð án taps.

Þetta er met í ensku deildakeppninni en nær ekki til ensku úrvalsdeildarinnar sem var stofnuð árið 1992. Þar á Arsenal metið með 49 leiki í röð án taps.

Lee Clark, fyrrum leikmaður Newcastle, hefur náð frábærum árangri með liðið en það er nú í öðru sæti deildarinnar með 38 stig, fimm á eftir toppliði Charlton sem vann nauman 1-0 sigur á Brentford í dag.

Gamla metið átti Nottingham Forest sem náði þessum góða árangri undir stjórn Brian Clough árið 1978.

Jóhannes Karl kom sem fyrr ekkert við sögu en hann er á leið til Íslands og ætlar að spila með ÍA í sumar.


Tengdar fréttir

Huddersfield hefur spilað 42 leiki í röð án þess að tapa

Harðjaxlinn Lee Clark hefur náð frábærum árangri með Huddersfield, en liðið hefur undir stjórn hans ekki enn tapað deildarleik á árinu 2011. Ef liðið tapar ekki fyrir Notts County í ensku C-deildinni um helgina slær það 33 ára gamalt met Nottingham Forest, sem lék 42 leiki í röð án taps undir stjórn hins goðsagnakennda Brians Clough.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×