Enski boltinn

Pulis sér ekki eftir því að hafa sleppt Demba Ba

Ba fékk að eiga boltann í gær.
Ba fékk að eiga boltann í gær.
Stoke City hætti við að fá framherjann Demba Ba í janúar síðastliðnum. Leikmaðurinn þakkaði Tony Pulis, stjóra Stoke, fyrir með því að skora þrennu gegn Stoke í gær.

Þrátt fyrir það segist Pulis ekki sjá eftir því að hafa leyft Ba að renna félaginu úr greipum.

"9 milljón punda verðmiði var of hár. Sérstaklega þar sem læknaliðið mælti ekki heldur með honum. Það var of mikil áhætta að semja við hann," sagði Pulis.

Stjórinn kenndi lélegum varnarleik um tapið í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×