Fótbolti

Rúmenski áhorfandinn var uppdópaður - kinnbeinsbraut leikmann

Rúmenski áhorfandinn sem hljóp inn á völlinn um helgina og lamdi leikmann Steaua Búkarest hefur nú verið kærður og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist.

Maðurinn, sem heitir Dragos Petrut Enache, var uppdópaður er hann hljóp inn á völlinn og kýldi George Galamez, leikmann Steaua, með þeim afleiðingum að Galamez kinnbeinsbrotnaði.

Galamez sá áhorfandann aldrei koma sem kýldi hann síðan fast.

Allt varð vitlaust í kjölfarið en frétt Vísis um málið með myndbandi frá því í gær má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×