Fótbolti

Áhorfandi komst inn á völlinn og kýldi leikmann

Það er óhætt að segja að allt hafi orðið vitlaust á leik Steaua Búkarest og Petrolul Ploiesti í rúmenska boltanum um helgina.

Áhorfanda tókst þá að komast inn á völlinn. Hann nýtti tækifærið til hins ítrasta og kýldi einn leikmann Steaua. Því hefði hann betur sleppt því leikmenn Steaua gengu í kjölfarið í skrokk á honum.

Allt varð vitlaust eftir það og tveir leikmenn Steaua fengu að líta rauða spjaldið. Nokkrum mínútum síðar var blysi kastað í höfuð markvarðar liðsins.

Dómarinn gat þá ekkert annað en flautað leikinn af. Steaua verður væntanlega dæmdur 3-0 sigur.

Ploiesti þarf að leika heimaleiki sína í heilt ár fyrir luktum dyrum eftir þessa uppákomu sem má sjá í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×