Fótbolti

Fyrrum þjálfari Tevez segir hann ekki vera merkilegan pappír

Emerson Leao, þjálfari Sao Paulo og fyrrum þjálfari Carlos Tevez hjá Corinthians, gefur persónunni Tevez ekki háa einkunn.

Þeir voru ekki miklir mátar hjá Corinthians og Tevez kenndi Leao um að hann þyrfti að fara frá félaginu á sínum tíma.

Leao var spurður að því að hvort Tevez væri virði þeirra 18.5 milljóna evra sem Corinthians er að spá í að greiða fyrir Tevez.

"Hann er virði þeirra peninga sem leikmaður en ekki sem persóna. Það vilja allir fá leikmanninn en hegðun hans gerir það að verkum að þjálfarar eru ekkert allt of spenntir fyrir því að vinna með honum. Það gerist allt of oft að hann lendi upp á kant við þjálfarana sína," sagði Leao.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×