Fótbolti

Maradona tekur þátt í góðgerðarleik

Maradona kann enn að sparka í bolta.
Maradona kann enn að sparka í bolta.
Diego Armando Maradona ætlar að rífa fram skóna og taka þátt í góðgerðarleik sem fram fer í Dúbaí þann 8. nóvember næstkomandi. Fjöldinn allur af kempum tekur þátt í leiknum.

Leikmennirnir ætla að safna fé fyrir börnin í Libýu sem þurfa sárlega á aðstoð að halda um þessar mundir.

Meðal annarra leikmanna sem hafa boðað komu sína má nefna Pavel Nedved, David Trezeguet, Robert Pires, Nicky Butt, Fabio Cannavaro, Hidetoshi Nakata, Jan Koller, Hernan Crespo og svona mætti áfram telja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×