Enski boltinn

Man. Utd sagt vera til í að skipta á Berbatov og Huntelaar

Huntelaar í leik gegn United.
Huntelaar í leik gegn United.
Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur í ansi mörg ár verið orðaður við Man. Utd en aldrei varð samt af því að hann kæmi á Old Trafford. Nú er byrjað að orða framherjann aftur við enska félagið.

Huntelaar hefur leikið með AC Milan og Real Madrid en er nú hjá þýska félaginu Schalke.

Hann hefur farið á kostum með þeim í upphafi leiktíðar og skorað 16 mörk í 18 leikjum. Talið er að United sé til í að skipta á Dimitar Berbatov og Huntelaar.

Hvort Schalke hafi áhuga á því er síðan önnur saga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×