Enski boltinn

Balotelli: Sjáið hvað ég er fallegur

Ítalinn Mario Balotelli er ekki bara ærslafullur heldur er sjálfstraustið hjá honum svo gott að ætla mætti að hann væri Þingeyingur.

Liðsfélagi Balotelli, Micah Richards, hefur nú upplýst að Balotelli sé afar ánægður með sjálfan sig.

"Hann elskar sjálfan sig. Hann telur að á skalanum einn til tíu sé hann tía," segir Richards.

"Í klefanum segir hann hluti eins og: Sjáið mig, ég er svo fallegur að ég gæti fengið hvaða konu sem er. Hann er þess utan ekkert að grínast. Hann meinar það sem hann er að segja."

Balotelli hefur oft verið gagnrýndur fyrir skelfilegan klæðaburð en truflar hann ekki.

"Við stríðum honum á greiðslunni á hverjum degi. Svo á hann það til að stíga út úr Ferrari-bíl sínum í skelfilega ljótum skóm. Við hlæjum en honum er alveg sama."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×