Enski boltinn

Gerrard frá næstu vikur

Gerrard spilaði gegn Man. Utd um daginn.
Gerrard spilaði gegn Man. Utd um daginn.
Liverpool staðfesti í dag að Steven Gerrard verði frá í óákveðinn tíma eftir að hafa fengið sýkingu í ökklann. Það mun taka hann lengri tíma að jafna sig en í fyrstu var talið.

Gerrard missti af leiknum gegn WBA um síðustu helgi og hefur nú gengist undir meðferð þar sem gert var að sýkingunni. Hann er nú kominn með gifs um fótinn.

Leikmaðurinn mun því ekki geta leikið með Liverpool gegn Swansea um helgina né með enska landsliðinu í æfingaleikjunum sem eru fram undan.

Þetta er talsvert áfall fyrir Gerrard sem er nýkominn á lappir eftir sex mánuði frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×