Enski boltinn

Rio er ekki lengur fyrsti kostur hjá Ferguson

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur sent miðverðinum Rio Ferdinand skýr skilaboð. Hann þarf að girða sig í brók ef hann á að komast í lið hjá félaginu. Rio er ekki lengur fyrsti kostur í lið Man. Utd.

Rio er búinn að spila yfir 360 leiki fyrir United frá því hann kom til félagsins frá Leeds árið 2002. Leikmaðurinn hefur verið talsvert meiddur síðustu misseri, tapað hraða og Ferguson segir að hann þurfi að breyta leik sínum þar sem hraðinn sé minni en áður.

"Ég sagði við Rio um daginn að það væru komnir tveir ungir miðverðir í hópinn og að ég væri ánægður að hafa fjóra sterka miðverði.

"Rio er að verða 33 ára og býr augljóslega ekki yfir sama hraða og hann hafði fyrir fimm árum. Það þýðir samt ekki að hann geti aðlagað leik sinn að breyttum aðstæðum. Það þurfa allir leikmenn að laga sinn leik með aldrinum. Rio mun gera það og standa sig. Hann mun áfram leika stórt hlutverk fyrir okkur," sagði Ferguson.

Chris Smalling og Phil Jones hafa staðið sig vel með Man. Utd í vetur og Rio þarf því að hafa fyrir því að komast í liðið en hann var settur á bekkinn um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×