Enski boltinn

Ole Gunnar Solskjær orðaður við Blackburn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ole Guinnar Solskjær.
Ole Guinnar Solskjær. AFP
Ole Gunnar Solskjær stýrði Molde til sigurs á fyrsta ári sínu sem þjálfari liðsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um s.l. helgi. Árangur Norðmannsins hefur ekki farið framhjá neinum enda þekkt nafn á ferðinni og enskir fjölmiðlar á borð við Telegraph leiða að því líkum að Solskjær verði næsti knattspyrnustjóri Blackburn.

Steve Kean, knattspyrnustjóri Blackburn, er ekki efstur á vinsældalistanum hjá stuðningsmönnum liðsins. Blackburn situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar og er því í fallsæti með 6 stig eftir 10 umferðir.

Solskjær hefur reyndar verið orðaður við Blackburn í langan tíma. Henry Winter, íþróttafréttamaður hjá Telegraph, skrifar m.a. að Solskjær sé líklegur til þess að stýra Manchester United einhverntíma í framtíðinni. Alex Ferguson gerði Solskjær að þjálfara varaliðs Man Utd skömmu eftir að hann hætti sem leikmaður liðsins og Ferguson hefur mikið álit á Solskjær.

Winters telur að Solskjær sé mjög eftirsóttur þessa dagana og lið í tveimur efstu deildunum á Englandi séu nú þegar búin að setja sig í samband við Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×