Enski boltinn

Stuðningsmenn Chelsea gerðu grín að Ferdinand

Stuðningsmenn Chelsea gerðu grín að Anton Ferdinand í leiknum gegn Genk í gærkvöldi. Þeir töldu sig vera að styðja við bakið á John Terry með þeim hætti.
Stuðningsmenn Chelsea gerðu grín að Anton Ferdinand í leiknum gegn Genk í gærkvöldi. Þeir töldu sig vera að styðja við bakið á John Terry með þeim hætti.
Forráðamenn Chelsea eru ekki sáttir við lítinn hóp stuðningsmanna liðsins sem gerðu grín að Anton Ferdinand varnarmanni QPR á leik Chelsea og Genk í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Eins og kunnugt er hefur John Terry fyrirliði Chelsea legið undir grun um að hafa notað óviðeigandi orð um litarhátt Ferdinand þegar liðið QPR vann Chelsea 1-0 á dögunum þar sem Heiðar Helguson tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu.

Stuðningsmenn Chelsea voru rétt um 1100 í Belgíu í gær á leiknum gegn Genk. Þar sungu þeir m.a. „Ferdinand, þú veist hvað þú ert“ og með þeim hætti töldu þeir sig vera sýna John Terry stuðning en hann sat á varamannabekknum að þessu sinni.

Forráðamenn Chelsea eru ekki ánægðir með hegðun stuðningsmanna liðsins enda er mál Terrys enn til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu og lögreglunni í London. „Við fordæmum þessa hegðun stuðningsmanna liðsins,“ sagði talsmaður félagsins í gær.

Terry hefur neitað þeim ásökunum að hafa notað niðrandi orð um litarhátt Ferdinand í leiknm á Loftus Road.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×