Enski boltinn

Beckham segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið

Hinn 36 ára gamli David Beckham neitar að gefa landsliðsdrauminn upp á bátinn þó svo hann hafi ekki leikið með enska landsliðinu í rúm tvö ár.

Beckham segist enn gefa kost á sér í landsliðið og muni mæta ef kallið komi. Becks hefur verið í fínu formi með LA Galaxy og vonast eftir að fá tækifæri á ný hjá Fabio Capello landsliðsþjálfara.

"Ég er að spila vel, er í fínu formi og hef ekki lagt landsliðsskóna á hilluna. Ég mun aldrei leggja landsliðsskóna á hilluna," sagði hinn þrjóski og metnaðarfulli Beckham.

"Ef einhver meiðist og liðið þarf einhvern tímann á mér að halda þá mun ég að sjálfsögðu mæta. Ég elska að spila fyrir England og er sannfærður um að ég eigi eftir að spila aftur fyrir landsliðið."

Beckham hefur spilað 115 landsleiki fyrir England.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×