Enski boltinn

Stuðningsmenn Man. Utd ekki sáttir við ummæli Kroenke

Kroenke ræðir við Wenger og leikmenn Arsenal.
Kroenke ræðir við Wenger og leikmenn Arsenal.
Ummæli Stan Kroenke, aðaleiganda Arsenal, í gær um að stuðningsmenn Man. Utd ættu að vera þakklátir fyrir að Glazer-fjölskyldan ætti félagið vöktu mikla athygli og undrun margra.

Stuðningsmannafélag United hefur nú svarað þessum ummælum og segir að stuðningsmenn Arsenal ættu að óttast að Kroenke hefði þessa skoðun.

"Það kemur ekki á óvart að Kroenke styðji Glazer. Að hann skuli samt gera það í ljósi þess hvernig Glazer-fjölskyldan hefur skuldsett félagið og hversu lítinn áhuga fjölskyldan hefur á félaginu er það afar áhugavert. Ef við styddum Arsenal myndum við telja að það klingi í viðvörunarbjöllunum," sagði talsmaður stuðningsmanna United.

Glazer-fjölskyldan hefur skuldsett Man. Utd á ævintýralegan hátt og miðaverð hefur þess utan rokið upp síðan hún náði völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×