Enski boltinn

Chelsea vill fá Higuain í stað Drogba

Forráðamenn Chelsea eru þegar farnir að huga að eftirmanni Didier Drogba en samningur leikmannsins rennur út næsta sumar og Drogba hefur ekki enn fengist til að skrifa undir nýjan samning.

Samkvæmt spænskum miðlum hefur Chelsea sett stefnuna á að fá Gonzalo Higuain frá Real Madrid til þess að fylla skarðið sem Drogba mun skilja eftir sig.

Ekki er talið sérstaklega líklegt að Madrid vilji selja enda hefur Higuain verið sjóheitur í framlínu liðsins.

Chelsea gæti þó gert Madrid tilboð sem erfitt væri að hafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×