Enski boltinn

Hjartaaðgerðin hans Redknapp gekk vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hjartaaðgerð Harry Redknapp, stjóra Tottenham, gekk vel í dag og er búist við því að Redknapp verði útskrifaður af sjúkrahúsinu eftir 48 tíma. Redknapp stýrir Tottenham-liðinu ekki á móti Rubin Kazan í Rússlandi á morgun og hann fær sinn tíma til að jafna sig.

Stífla var fjarlægð í tveimur kransæðum hjá Harry Redknapp en stjórinn er orðinn 64 ára gamall.

„Við erum mjög ánægðir með að aðgerðin gekk svona vel. Ef ég þekki Harry þá vill hann koma sem fyrst til baka en það er mikilvægast að hann sé ekki að flýta sér og snúi aðeins aftur þegar hann er búinn að ná sér að fullu," sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kom í vinnu daginn eftir að hann fékk gangþráð árið 2004 og Sam Allardyce snéri líka fljótt aftur eftir hjartaðgerð þegar hann var stjóri Blackburn árið 2009. Gerard Houllier og Joe Kinnear eru hinsvegar dæmi um stjóra sem snéru ekki aftur eftir að hafa gengist undir hjartaaðferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×