Enski boltinn

Aron Einar og félagar upp í fimmta sætið - þrenna hjá Shelvey

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AFP
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn þegar Cardiff vann 3-0 útisigur á Derby í ensku b-deildinni í kvld. Cardiff er með 24 stig eða fjórum stigum minna en West Ham sem er í 2. sæti deildarinnar. Tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina.

Filip Kiss kom Cardiff í 1-0 á 20. mínútu, annað markið var sjálfsmark Kevin Kilbane á 62. mínútu og Peter Whittingham innsiglaði síðan sigurinn á 73. mínútu leiksins.

Cardiff hefur þar með náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum en liðið vann 5-3 sigur á Barnsley og gerði 1-1 jafntefli á móti Leeds.

Jonjo Shelvey sem er í láni hjá Blackpool frá Liverpool skoraði þrennu í 5-0 útisigri Blackpool á Leeds í kvöld. Lomano Trésor LuaLua skoraði hin tvö mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×