Enski boltinn

Redknapp líður vel eftir aðgerðina

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gekkst undir hjartaaðgerð í gær. Honum líður nokkuð vel eftir aðgerðina að sögn sonar hans, Jamie, sem meðal annars lék með Liverpool á sínum tíma.

"Hann er í góðum anda og vill alls ekki að fólk sé að hafa áhyggjur af honum. Hann vill komast aftur til vinnu hið fyrsta en mun samt bíða eftir ráðleggingum frá lækninum sínum," sagði Jamie.

"Hann lenti í erfiðleikum með öndum þegar við vorum í golfi og ég skipaði honum að fara til læknis. Læknirinn mælti með aðgerð hið fyrsta og sú aðgerð er nú búin."

Spurs spilar gegn Rubin Kazan ytra í Evrópudeildinni í kvöld en Redknapp verður eðlilega ekki með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×