Erlent

Ritstjóri fékk 300 milljónir við starfslok

Skjáskot af vefsíðu News of the World
Skjáskot af vefsíðu News of the World
Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri götublaðsins sáluga News of the World , sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri News International í kjölfar símhlerunarhneyklisins fyrr á þessu ári, fékk 1,7 milljónir punda, jafnvirði 300 milljóna króna í starfslokagreiðslu frá Rupert Murdoch þegar hún lét af störfum.

Þá var skrifstofuaðstaða og limósína með einkabílstjóra hluti af starfslokagreiðslum hennar, en frá þessu er greint í breska dagblaðinu Guardian.

Brooks hætti í júlí eftir að undirmenn hennar og blaðamenn News of the World urðu uppvísir af símhlerunum. Hún var meðal annars handtekin og sleppt gegn tryggingu vegna gruns um að hafa vitað af símhlerunum og borið á þeim ábyrgð en hún hefur hins vegar ekki verið ákærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×