Enski boltinn

Ronaldo: Á Ferguson mikið að þakka

Menn hafa keppst við að mæra Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, síðustu daga en Ferguson fagnar 25 ára starfsafmæli hjá Man. Utd sem er einstakt í nútíma knattspyrnu.

Þeirra á meðal er Portúgalinn Cristiano Ronaldo en hann er einn fjölmargra knattpspyrnumanna sem Ferguson mótaði á þessum 25 árum.

"Sir Alex á sérstakan sess í mínu lífi. Ég var hvorki frægur né einhver stjarna er hann náði í mig. Ég var bara ungur og hæfileikaríkur strákur. Hann var sá sem sagði mér að gera alla réttu hlutina og gaf mér tækifæri til þess að spila með einu stærsta félagi heims," sagði Ronaldo. "Hann skiptir mig gríðarlegu máli og á sérstakan sess í mínu hjarta."

Ronaldo vildi ekki láta teyma sig í umræður um hvort Ferguson eða Jose Mourinho væri betri þjálfari.

"Það er ekki hægt að bera þá saman því þeir eru mjög ólíkir. Fyrir mér eru þeir samt bestu þjálfarar heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×