Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Wigan

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Wigan situr sem fyrr eitt og yfirgefið á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag lá liðið fyrir Úlfunum, 3-1.

Jamie O'Hara kom Wolves yfir eftir hálftíma leik en Ben Watson jafnaði fyrir hlé. Arfaslakt víti hans var varið en Watson náði frákastinu og skoraði.

David Edwards og Stephen ward gerðu síðan út um leikinn snemma í síðari hálfleik.

Wigan er búið að tapa átta af ellefu leikjum sínum í deildinni. Wolves er komið upp í þrettánda sæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×