Hlýnun jarðar hamlar framförum 6. nóvember 2011 13:37 Mynd/AFP Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður." Loftslagsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sjá meira
Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður."
Loftslagsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sjá meira