Enski boltinn

Myndavélarnar náðu því þegar Alcaraz hrækti á leikmann Wolves

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antolin Alcaraz í leiknum á mót Wolves.
Antolin Alcaraz í leiknum á mót Wolves. Mynd/Nordic Photos/Getty
Antolin Alcaraz, fyrirliði Wigan, er í vondum málum eftir að hafa orðið uppvís að því að hrækja á Richard Stearman, leikmann Wolves, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Alcaraz verður að öllum líkindum kærður fyrir agnefnd enska knattspyrnusambandsins og á von á þriggja leikja banni. Myndavélarnar á vellinum náðu því þegar Alcaraz hrækti á Stearman en dómari leiksins misst af atvikinu sem varð á 83. mínútu leiksins.

Öll lætin urðu eftir að Antolin Alcaraz reyndi að fiska víti í teig Wolves og tók því síðan illa þegar leikmenn Úlfanna ýjuðu að því að um leikaraskap hafi verið að ræða. Christophe Berra fór þar fremstur í flokki og Alcaraz virtist hrækja yfir öxlina á honum og í átt að Stearman. Leikmenn Wolves brugðust illa við hrákunni og hópuðust öskureiðir að Alcaraz sem er frá Paragvæ.

Wolves vann leikinn 3-1 en þetta var áttunda deildartap liðsins í röð. Wigan situr nú í botnsæti deildarinnar með aðeins fimm stig út úr ellefu leikjum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×