Enski boltinn

Anton Ferdinand hótað lífláti - lögreglan komin í málið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Ferdinand.
Anton Ferdinand. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lögreglan hefur hafið rannsókn eftir að Anton Ferdinand, varnarmaður Queens Park Rangers, var hótað lífláti í bréfi sem sent var til QPR stílað á Ferdinand.

Anton Ferdinand hefur verið mikið í fréttunum að undanförnu eftir að John Terry, fyrirliði enska landsliðsins og Chelsea, var sakaður um að hafa verið með kynþáttarfordóma gegn honum í leik liðanna á dögunum.

Samkvæmt heimildum The Sun voru lýsingarnar í morðhótun bréfaskrifarans það myndrænar og ógeðslegar að forráðamenn QPR töldu það best að sýna Anton Ferdinand ekki bréfið.

Anton Ferdinand er 26 ára gamall og yngri bróðir Rio Ferdinand hjá Manchester United. Hann heyrði ekki í Terry í umræddu atviki en það mátti hinsvegar vel lesa ófögur orð af vörum fyrirliða Chelsea í myndbandsupptökum frá leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×