Enski boltinn

Vidic: Hugarfar leikmanna er rétt

Serbinn Nemanja Vidic hjá Man. Utd segir að leikmenn liðsins hafi sýnt mikinn karakter í kjölfar þess að liðið var niðurlægt af Man. City á dögunum.

"Það var mikilvægt að sýna að tapið stóra hefði ekki áhrif á leikmenn og mér fannst við sýna það gegn Everton," sagði Vidic en United vann leikinn, 1-0, og hafði þar á undan lagt D-deildarliðið Aldershot í deildarbikarnum.

"Það var mikilvægt að verjast eins og lið og byrja að spila aftur eins og lið. Síðustu 20 mínúturnar gegn City var ekkert um slíkt. Þess vegna vorum við svekktir. Við erum aftur komnir á okkar stað núna.

"Vonandi getum við sannað að þetta tap var bara einn slæmur leikur. Menn hafa ekki fallið í neitt þunglyndi heldur hafa menn lagt harðar að sér á æfingasvæðinu. Leikmenn eru með rétt hugarfar. Það var vont að tapa stórt en mikilvægt að horfa fram á veginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×