Enski boltinn

Leikmaður Newcastle handtekinn fyrir drykkjulæti

Ranger í leik gegn Bolton.
Ranger í leik gegn Bolton.
Það er ekkert lát á vandræðaganginum á leikmönnum í enska boltanum en Nile Ranger, framherji Newcastle, hefur nú verið handtekinn fyrir drykkjulæti.

Ranger er nýkominn í aðallið Newcastle á nýjan leik eftir að hafa verið sendur í varaliðið í þrjá mánuði. Það sem meira er þá á atvikið að hafa gerst kvöldið fyrir leikinn gegn Stoke en leikmenn félagsins mega ekki fá sér í tána þegar minna en 48 tímar eru í leik.

Ranger hefur ítrekað brotið agareglur félagsins og var beðinn um að finna sér nýtt félag í sumar. Eftirspurnin var aftur á móti engin.

Tvö mál eru þegar í gangi hjá Ranger. Hann var tekinn drukkinn undir stýri um daginn og svo lamdi hann einnig mann sem ákvað að kæra. Hann verður því meira í dómssal en á knattspyrnuvellinum næstu vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×