Íslenski boltinn

Nordsjælland hefur áhuga að fá Kjartan Henry í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason. Mynd/Daníel
KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason og Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson eru komnir heim eftir að hafa verið á reynslu hjá danska félaginu  FC Nordsjælland. Forráðamenn  FC Nordsjælland eru að leita að leikmönnum til að styrkja liðið í janúarglugganum.

Jan Laursen, íþróttastjóri Nordsjælland, var í viðtali á bold.dk þar sem hann tjáði sig um íslensku strákana. Það er ekki að heyra á öðru en að danska félagið hafi áhuga á því að fá Kjartan Henry í janúar.

„Jón er ungur leikmaður en hann er ekki tilbúinn eins og er. Þetta hefur verið góð reynsla fyrir hann og hann þarf bara að fara heima og æfa sig meira," sagði Laursen.

„Það er aftur á móti möguleiki á að fá Finnbogason í janúar. Hann stóð sig vel, góður náungi sem veit hvar markið er. Við verðum í sambandi við hann og höfðum líka séð nokkra leiki með honum á DVD. Hann kemur til greina þegar við plönum leikmannahópinn en við verðum að sjá til hvað gerist," sagði Laursen. Kjartan Henry skoraði í æfingaleik með Nordsjælland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×