Enski boltinn

Redknapp vill sjá Bale í Ólympíuliði Breta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp og Gareth Bale.
Harry Redknapp og Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar ekki að koma í veg fyrir að Gareth Bale spili með breska Ólympíuliðinu á leikunum í London næsta sumar þótt að velska knattspyrnusambandið sé ekki hrifð af því að leikmaðurinn verði með.

„Ef hann vill spila þá ætla ég ekki að stoppa hann. Það er mikill heiður fyrir alla íþróttamenn að taka þátt í Ólympíuleikum. Það hlýtur að vera frábær upplifun sem lifir í minningunni um ókomin ár," sagði Harry Redknapp.

„Það er líka auka heiður að fá að taka þátt í Ólympíuleikum í Englandi og það hvarlar ekki að mér að standa í vegi fyrir einhverjum af mínum leikmönnum," sagði Redknapp.

„Ég vona að fólk hafi líka áhuga á fótboltaleikjunum. Ég ætla allavega að horfa á fótboltann, frjálsarnar og boxið ef ég næ að redda mér miða. Þetta verður flott íþróttasumar," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×