Enski boltinn

McLeish: Leikmenn kvarta nú vanalega þegar það er stigið ofan á þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Herd gengur framhjá Alex McLeish eftir að hafa fengið rautt spjald.
Chris Herd gengur framhjá Alex McLeish eftir að hafa fengið rautt spjald. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alex McLeish, stjóri Aston Villa, var að sjálfsögðu mjög óánægður með rauða spjaldið sem Chris Herd fékk á 35. mínútu í 1-2 tapi Aston Villa á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Rauða spjaldið var okkur dýrkeypt, það er enginn vafi á því. Strákurinn hafði byrjað leikinn mjög vel og þetta leit vel út hjá okkur á þessum tímapunkti," sagði Alex McLeish.

Chris Herd fékk dæmt á sig víti og rautt spjald eftir samskipti sín við Jonas Olsson en það er ekki hægt að sjá að hann hafi verið brotlegur þegar sjónvarpsupptaka af atvikinu er skoðuð.

„Á myndunum sem ég hef séð þá lítur út fyrir að Chris hafi aðeins verið að losa fótinn úr haldi Jonas Olsson og Olsson brást ekki einu sinni við. Leikmenn kvarta nú vanalega þegar það er stigið ofan á þá," sagði Alex McLeish svekktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×