Enski boltinn

Luis Suárez átti 11 skot á móti Norwich en tókst samt ekki að skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez.
Luis Suárez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það var ótrúlegt að Úrúgvæmanninum Luis Suárez hafi ekki tekist að skora í 1-1 jafntefli Liverpool á móti Norwich á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Luis Suárez fékk fullt af færum í þessum leik og reyndi alls 11 skot að marki Norwich-liðsins í leiknum sem er nýtt met í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Sex af þessum ellefu skotum hans fóru á markið.

Eftirminnilegasta færi Suárez kom á sjöttu mínútu í uppbótartíma þegar hann náði viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf Steven Gerrard en John Ruddy varði frábærlega frá honum.

Liverpool átti alls 29 skot í þessum leik en John Ruddy varði átta þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×