Enski boltinn

Everton með tvö í uppbótartíma í útisigri á Fulham - úrslit dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Royston Drenthe hjá Everton.
Royston Drenthe hjá Everton. Mynd/AP
Everton vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en tvö síðustu mörk Everton-manna komu í uppbótartíma leiksins. Everton endaði með þessum sigri þriggja leikja taphrinu og komst upp í 12. sæti deildarinnar en Fulham er aðeins einu stigi frá fallsæti.

Royston Drenthe kom Everton í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik með stórglæsilegu skoti af um 25 metra færi en Bryan Ruiz jafnaði leikinn með laglegri vippu á 67. mínútu.

Bæði lið fengu tækifæri til að komast yfir fram að 90. mínútu þar á meðal fékk Bobby Zamora algjört dauðafæri í lokin. Everton tryggði sér síðan sigur með tveimur mörkum í uppbótartímanum.  

Louis Saha skoraði það fyrra á 91. mínútu eftir sendingu frá Drenthe og Jack Rodwell innsiglaði síðan sigurinn á 93. mínútu.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Arsenal - Stoke    3-1

1-0 Gervinho (27.), 1-1 Peter Crouch (34.), 2-1 Robin van Persie (73.), 3-1 Robin van Persie (82.)

Fulham - Everton    1-3

0-1 Royston Drenthe (3.), 1-1 Bryan Ruiz (67.), 1-2 Louis Saha (90.+1), 1-3 Jack Rodwell (90.+3)

Manchester United - Manchester City    1-6

0-1 Mario Balotelli (22.), 0-2 Mario Balotelli (60.), 0-3 Sergio Agüero (69.), 1-3 Darren Fletcher (80.), 1-4 Edin Dzeko (89.), 1-5 David Silva (90.+1), 1-6 Edin Dzeko (90.+3)



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×