Enski boltinn

Redknapp: Myndi semja við Tevez á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd./ Getty Images
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham,  gæti gefið Carlos Tevez líflínu ef marka má enska fjölmiðla um helgina.

Þessi argentínski framherji hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester-City eftir að hann neitaði að fara inná völlinn í Meistaradeild-Evrópu gegn FC Bayern fyrr í þessum mánuði.

Redknapp hefur ekki áhyggjur af hegðun Tevez hjá Manchester City og hefur gefið það út við fjölmiðla ytra að hann sé tilbúinn að semja við leikmanninn strax í janúar.

„Ég vill fá Tevez til Tottenham og ef það er möguleiki munum við vinna hörðum höndum af því að klófesta Tevez,“ sagði Redknapp við enska fjölmiðla.

„Ef við getum fengið hann á láni þá væri það frábært, ég myndi taka leikmanninn á morgun ef það væri möguleiki“.

„Menn geta sagt það sem þeir vilja um Tevez en staðreyndin er sú að hann er leikmaður í heimsklassa og myndi nýtast okkur vel“.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×