Enski boltinn

Micah Richards: Háværasömu nágrannarnir eru mættir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Micah Richards.
Micah Richards. Mynd/Nordic Photos/Getty
Micah Richards, varnarmaður Manchester City, var í skýjunum eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Richards talaði um það fyrir leikinn á leikmenn United væru hræddir við City-liðið.

„Það er ótrúlegt að koma hingað og vinna 6-1 sigur. Fólk var að tala um okkur sem háværu nágrannanna og við erum mættir. Við vildum sýna öllum hvað við gætum gert," sagði Micah Richards og bætti við:

„Þessi sigur er eitthvað sem draumar eru gerðir úr," sagði Richards sem var áberandi í sóknarleik City í dag og lagði meðal annars upp þriðja mark Manchester City fyrir Sergio Agüero.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×